1. umferðin í Íslandsmótaröð MSÍ í Moto-Cross fór fram 31. maí við frábærar aðstæður á Akureyri. KKA sá um framkvæmd keppninnar og eiga þeir heiður skilið fyrir góða keppni og eina bestu keppnisbraut sem notuð hefur verið í Moto-Cross keppnum á Íslandi.
100 keppendur mættu til leiks og var hörku keppni í öllum flokkum og keppendur flestir ánægðir með brautina og mótshaldið.
Öll úrslit er að finna hér á síðunni undir “úrslit og staða” og flottar myndir á www.motosport.is
Næsta mót MSÍ er 3. & 4. umferð Íslandsmótsins í Enduro sem fer fram á akstursíþróttasvæði KKA á Akureyri laugardaginn 13. júní.

