1. umferð MSÍ Íslandsmótsins íMoto-Cross fer fram á Ólafsfirði laugardaginn 5. júní. Keppendur eru myntir á að skráningu líkur að miðnætti þriðjudagsins 1. júní. Samkvæmt keppnisreglum MSÍ eru engar skráningar leyfðar eftir að skráningarfrestur rennur út. Keppendum er bent á að skrá sig tímanlega þar sem ekki er tekið við kvörtunum vegna þess að skráning tókst ekki 1. mín. áður en frestur rann út. Það er Vélsleðafélag Ólafsfjarðar sem stendur fyrir þessu móti og er þetta í fyrsta skifti sem keppt er við Ólafsfjörð í Íslandsmóti í Moto-Cross en heimamenn eru þekktir fyrir að halda ein bestu Sno-Cross mótin sem haldin hafa verið á Íslandi.