Stjórn MSÍ vill minna keppendur á að skráning fyrir 1. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross sem fer fram á Selfossi laugardaginn 8. júní rennur út á þriðjudagskvöld 4. júní kl: 21:00
Þeir keppendur sem eru nýir og lenda í vandræðum með skráningu eru beðnir að senda inn tölvupóst á kg@ktm.is áður en skráning rennur út og við reynum að laga það sem þarf til.
Keppendur og aðstandendur vinsamlega athugið að dagskrá ársins 2013 hefur verið birt undir “REGLUR” hér á síðunni. Það er góð regla að prenta út dagskránna og hafa hana með sér á keppnisdag. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á dagskránni frá síðasta ári.

