2. umferðin í Íslandsmótaröð MSÍ í Enduro Cross fór fram í Reiðhöllinni Víðidal laugardaginn 4. desember. 20 keppendur mættu til keppni og var keppnisbrautin krefjandi og skemmtileg. Um 500 áhorfendur mættu til að fylgjast með tilþrifunum og gekk mótshaldið vel og allar tímaáætlanir stóðust. Véhjólaíþróttaklúbburinn stóð vel að undirbúningi og var góður hópur sem stóð bakvið framkvæmdina. Kári Jónsson vann keppnina og leiðir Íslandsmótið eftir tvær umferðir af þremur. Nánari úrslit er að finna hér á síðunni.