2. umferð í Ís-Cross fer fram 12. febrúar á Akureyri

3.2.2011

2. umferðin í Íslandsmótaröð MSÍ í Ís-Cross fer fram laugardaginn 12. febrúar á Akureyri. Keppnin var sett á laugardaginn 19. febrúar en ákveðið hefur verið að færa hana fram um eina viku. Þessa helgi er vetrarhátíðin Éljagangur á Akureyri og mikið um að vera í bænum. Við minnum keppendur á að skráningu líkur kl: 21 þriðjudaginn 8. febrúar. Keppendur vinsamlega prófið aðgang ykkar að www.msisport.is og prófið hvort hann virki ekki vel í tíma, ekki er tekið við símtölum á elleftu stundu um að aðgangur virki ekki og engar skráningar eru leyfðar eftir að skráningarfrestur rennur út. Ef þið eruð í vandræðum með að skrá ykkur inn eða hafið gleymt leyniorði þá þurfið þið að hafa samband við formann þess akstursíþróttafélags sem þið eruð skráð í.

Stjórn MSÍ