3. og 4. umferð Íslandsmótsins í ECC á Akureyri 18. júní.
17.6.2011
3. og 4. umferð Íslandsmótsins í Enduro CC fer fram á akstursíþróttasvæði KKA við Hlíðarfjall, Akureyri laugardaginn 18. júní. Rúmlega 80 keppendur eru skráðir til leiks og verður ræst kl: 11:20 í fyrri umferð dagsins en kl: 14:00 í þá seinni. KKA bíður öllum sem vilja koma og fylgjast með keppninni frítt inn á keppnissvæðið en búast má við hörkukeppni í flestum flokkum.