3. umferð í Sno-Cross aflýst vegna þátttökuleysis

29.4.2010
AMS tilkynning – 3. umferðin í snocrossi blásin af vegna þátttökuleysis
Vegna þátttökuleysis hefur verið ákveðið að blása 3. umferðina í snocrossi af sem átti að fara fram í Mývatnssveit þann 1. maí. Það var sameiginleg ákvörðum AMS og MSÍ að ekki skildi halda mót þegar skráningin var ekki meiri og þykir AMS þetta mjög leiðinlegt þar sem að aðstæðurnar í Mývatnssveit séu algerlega 100%, sennilega þær bestu í vetur.

Þeir örfáu sem voru búnir að skrá sig geta sent Karli Gunnlaugssyni formanni MSÍ póst á kg@ktm.is til að fá skráningargjaldið endurgreitt.

Það verður því bara að ráðast hvernig fer með Íslandsmótið í snocrossi þetta árið þar sem það þurfa að vera 3 eða fleiri umferðir til að fullkomna Íslandsmótaröð innan MSÍ.

Fyrir hönd AMS,
Jónas Stefánsson