3. umferð MX á Akranesi frestað til 30. ágúst.

16.7.2014
3. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross sem fara átti fram á Akranesi
laugardaginn 19. júlí hefur verið frestað. Brautin á Akranesi er ekki í
keppnishæfu ástandi vegna mikillar úrkomu undanfarið.
Stjórn MSÍ og VÍFA hafa ákveðið að fresta keppninni til laugardagsins
30. ágúst ef aðstæður leyfa og brautin sé keppnisfær. Miðað verður við
að brautin sé keppnisfær föstudaginn 22. ágúst þannig að keppendur
geti notað þá helgi til æfinga. Þeir sem hafa skráð sig í keppnina eru og
verða skráðir en lokafrestur skráningar verður kl: 21 þriðjudaginn 26. ágúst.
Lokaumferðin í Íslandsmótinu í Moto-Cross sem fer fram í Bolaöldu færist
aftur um eina viku eða til 6. september.
Stjórn MSÍ