Laugardaginn 24. júlí fer fram 3. umferð Íslandsmóts MSÍ í Moto-Cross á Sólbrekkubraut við Grindavíkurveg. Brautin hefur tekið miklum breytingum frá síðustu árum en akstursstefnu hefur nú verið snúið við. Búast má við hörku keppni á laugardaginn en mun stjórn MSÍ tilkynna um þá ökumenn sem eiga möguleika á að komast á MX of Nation í USA eftir keppnina en liðið mun endanlega vera valið eftir 4. umferðina sem fer fram á Akureyri 7. ágúst.