5. & 6. umferð Enduro fer fram á Akureyri

27.7.2009

Mótanefnd KKA hefur óskað eftir að halda 5. & 6. umferð Íslandsmótsins í Enduro á akstursíþróttasvæði félagsins við Hlíðarfjall.

5. & 6. umferðin hefur verið laus til umsóknar frá því í vetur og fagnar stjórn MSÍ þeim krafti sem er í félagsmönnum KKA á bjóða sig fram til framkvæmdar þessarar keppni.

Stjórn MSÍ hefur samþykkt umsókn KKA og mun keppnin fara þar fram samkvæmt keppnisdagatali MSÍ.