70. íþróttaþing ÍSÍ

13.4.2011

70. íþróttaþing ÍSÍ fór fram dagana 8. og 9. apríl í Gullhömrum, Reykjavík. Þingið fer fram annað hvert ár og það sitja fulltrúar sérsambanda, íþróttabandalaga og íþróttahéraða.

Stjórn ÍSÍ var endurkjörinn og aðeins einn var í framboði til forseta, Ólafur Rafnsson og var hann endurkjörinn með dúndrandi lófaklappi þingfulltrúa. Stjórn MSÍ óskar Ólafi og stjórn til hamingju með endurkjörið.

MSÍ átti þrjá þingfulltrúa og sátu Karl Gunnlaugsson, Jón Ágúst Garðarson og Þóroddur Þóroddsson þingið fyrir okkar hönd.

Á þinginu var farið yfir stöðu íþróttahreyfingarinnar í landinu og ýmsar tillögur samþykktar, nánari upplýsingar um þingið er að finna á vefsíðu ÍSÍ www.isi.is

Karl Gunnlaugsson

Formaður MSÍ