2. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross fer fram á akstursíþróttasvæði VÍK við Bolaöldu laugardaginn 4. júlí.. 88 keppendur eru skráðir til leiks og lítur út fyrir spennandi keppni í öllum flokkum. VÍK hefur nú full mannað lið til þess að flagga og 16 nýjar talstöðvar sem VÍK, Moto-Mos og VÍR festu nýlega kaup á með styrk frá MSÍ eiga eftir að auðvelda keppnishaldið og bæta alla framkvæmd og auka öryggi keppenda.
Veitingasala verður í félagsheimilinu og engin ástæða til annars en að mæta og fylgjast með hörku keppni.

