Aukaþing og formannafundur MSÍ 2018

19.11.2018

Aukaþing og formannafundur MSÍ 2018 var haldíð í höfuðstöðvum ÍSÍ laugardaginn 17. nóvember.

Keppnisárið 2018 var gert upp og farið yfir hugsanlegar breytingar á keppnishaldi fyrir árið 2019 ásamt því að keppnisdagatal 2019 var tekið fyrir.

Ákveðið var að boða til fundar með aðildarfélögum sem hafa komið að keyrslu á Íslandsmótinu í Moto-Cross laugardaginn 8. desember. Ákveðið var að setja upp afreksstefnu fyrir MSÍ. Keppnisdagatal 2019 verður birt í endanlegri mynd fyrir lok janúar 2019.

Á aukaþinginu var ársreikningur ársins 2018 samþykktur ásamt fjárhagsáætlun ársins 2019.

Að lokum var kosning til stjórnar MSÍ, 2 stjórnarmenn og 3 varamenn. Í stjórn koma tveir nýjir stjórnamenn, Karl Gunnlaugsson og Björk Erlingsdóttir. Í varastjórn voru kosin Jón Bjarni Jónsson, Kári Þór Kárason og Pétur Smárason.

Stjórn MSÍ skipa auk þeirra Jón H. Eyþórsson formaður, Aron Ómarsson og Grímur Helguson. Framkvæmdastjóri er Þrándur Arnþórsson.