Keppnisdagatal MSÍ 2020!

26.1.2020

MSÍ hefur nú gefið út metnaðarfullt keppnisdagatal fyrir árið 2020 með um fjörtíu spennandi viðburðum á keppnistímabilinu.

Snjókross – Við sjáum aftur keppni á vélsleðum í Snjókrossi. Það verður sannarlega spennandi að fylgjast með því!

Enduro fyrir alla – Íslandsmótið í Enduro verður með nýju sniði í ár og afar spennandi reglur í undirbúningi. Aðalmálið verður góð skemmtun fyrir alla keppendur.

Klaustur Off-Road – Klausturkeppnin heldur áfram að vera vinsælasti akstursíþróttaviðburður ársins. Gríðarlega góð þátttaka og frábær andi sem svífur yfir vötnum í þessari mögnuðu keppni.

Motocross – Mikil gróska byrjaði á síðasta ári í Motocrossinu með sérstökum Miðviku MX dögum og öflugum keppnum. Vöxturinn heldur bara áfram og þetta verður eitthvað!

Kappakstur  – Með góðri aðstöðu á svæði Kvartmíluklúbbsins getur þetta bara vaxið.

Spyrnur – Bæði KK og BA hafa verið að endurbæta brautir sínar  og Bílaklúbbur Akureyrar er að opna fyrsta áfanga í nýrri götuspyrnubraut sem verður síðar lengd til að keppa í fulltri kvartmílu.

Árshátíðin – Fastur punktur í tilverunni fyrir mótorhjólafólk!

Góða skemmtun!