Snocross keppnin í Mývatnssveit við Kröfluvirkjun var hin besta skemmtun og vel að þessu staðið hjá Mývetningunum með 19 keppendur í snjókrossinu. Á eftir var svo spyrnukeppni með fleiri keppendum.
Framkvæmd keppninnar var vel uppsett með keppnisstjóra og flaggara eins og þurfti. Öryggismál voru í góðu lagi þar sem björgunarsveitin var á staðnum með allan búnað. Mikið af áhorfendum var á keppninni í þessu líka blíðskapar veðri og frosti eins og Mývatn er frægt fyrir – og allt fullt af brosandi andlitum.
Myndir: Sveinn Haraldsson
