Áfrýjunardómstóll ÍSÍ hefur nú fellt endanlegan dóm í þessu máli.
Niðurstaða dómstólsins er sú að tvímenningsflokkurinn hafi verið löglegur og talið til Íslandsmeistarastiga í þessari keppni.
Þetta þýðir að Íslandsmeistarar í tvímenningi í Enduro 2019 eru Ágúst Már Viggósson og Viggó Örn með samtals 512 stig og Einar Sigurðsson og Guðbjartur Magnússon færast í annað sæti með 475 stig.
Stjórn MSÍ virðir þessa dómsniðurstöðu dómstóls ÍSÍ.
Reykjavík 1. apríl 2020
Stjórn MSÍ