Lokahóf MSÍ: 16. október í sal FÍ

7.10.2021
Lokahóf MSÍ verður haldið 16. október í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6. (Sama stað og síðast). Þar verður árið gert upp með verðlaunaafhendingum fyrir síðastliðið keppnistímabil, ný myndbönd verða frumsýnd og boðið verður upp á glæsilegt steikarhlaðborð. Ási Guðna mun stýra veislunni og Eyþór Ingi skemmtir.
Miðasala er í fullum gangi inn á vef MSÍ og fer hún fram eins og það sé verið að skrá sig í keppni. Einnig er hægt að ná sér í miða í Nítró og í síma 899 4313. Miðaverð er 11.900,-
Crazy Bína sér um borðapantanir á bjorkerlings@live.com