Númeraskipta tímabilð er hafið og stendur til 31. janúar fyrir þá sem kepptu 2021

13.1.2022

Númerskipta tímabilð er hafið og stendur til 31. janúar fyrir þá sem kepptu á árinu 2021 og langar að ná sér í flottara keppnisnúmer.

Það er gert svona:

Ferð inná http://mot.msisport.is/users/numberplateList og finnur númer sem er ekki á listanum og kanski annað til vara.

Svo sendur þú e-mail á keppnisnumer.msi@gmail.com með eftirfarandi upplýsingum.

Nafn:

Kennitala:

Gamla keppnisnúmerið þitt:

Nýja keppnisnúmerið sem þig langar í:

Annað númer til vara ef einhver var á undan þér:

Þeir póstar sem vantar eitthvað af þessu upplýsingum eða með einhverjum fleirri beiðnum fara aftast í röðina. Því miður er ekki hægt að verða við neinum öðrum beiðnum eða frekari samskiptum um keppnisnúmer.

Númeraúthlutarnir fyrir þá sem kepptu ekki 2021 og eru ekki með keppnisnúmer á http://mot.msisport.is/users/numberplateList. Þá opnast skráning í keppni 1. febrúar inná https://mot.msisport.is/ þar getuðu valið að skrá þig í einhverja keppni 2022. Í skráningaferlinu velur þú þér eitthvað af lausu númerunum, þegar skráningu og greiðslu keppnisgjalds er lokið þá er númerið þitt þar til 31/12 2023