Breytingar á mx-dagskrá og nýr 50+ flokkur

13.4.2016

Já gott fólk, eftir talsverðar vangaveltur er það ákvörðun MSÍ að gera breytingar á áður kynntu flokkafyrirkomulagi og motocross dagskrá sumarsins eftir ábendingar góðra manna. Því kynnum við nú til sögunnar þrjár breytingar á fyrirkomulagi sumarsins

Niðurstaðan er sú að keyra 40+ og MxOpen sem aðskilda flokka eftir hádegið í stað þess að keyra þá saman. Það er heilmikil breidd í þessum flokkum og ástæðulaust að skapa óþarfa slysahættu eins og margir höfðu áhyggjur af.

Í tilefni þessa og þess hve margir góðir ökumenn eru að nálgast fullorðinsár þá bættum við inn nýjum flokki, 50+ sem keyrður er samhliða 40+ flokki. Ekki verður keppt til Íslandsmeistara í 50+ þetta fyrsta ár en ef góð þátttaka fæst er aldrei að vita hvað síðar verður.

Að auki tókum við ákvörðun samhliða þessu að stytta þau moto sem þeir flokkar sem byrjendur eru líklegastir til að skrá sig í 12 mínútur + 2 hringi, þe. í 85 flokki, B/C flokki og 40/50+. Þetta hugsað bæði til gera þessa flokka aðgengilegri fyrir þá sem eru að byrja og langar til að keppa en einnig líka þá sem langar að koma inn aftur eftir langt hlé frá keppni.

Svo má minna á í leiðinni aðrar breytingar s.s. að í sumar verður hægt að skrá sig til keppni í fleiri en einum flokkog borga bara eitt keppnisgjald. Þannig geta þeir sem keppa fyrir hádegi (mx2, unglinga- og kvennaflokkur) líka keppt í B/C flokki eða MxOpen og öðlast mun meiri reynslu yfir daginn.

Við vonum að þessar breytingar fái góðar viðtökur og að við sjáum enn fleiri andlit, gömul og ný, í keppnum sumarsins.

Dagskráin sést hér:

Kveðja,

Stjórn MSÍ