Skráning í MX Íslandsmótið 2014 hefur verið opnuð.

2.6.2014

MSÍ hefur opnað fyrir skráningu í allar fimm Íslandsmeistarakeppnirnar í Moto-Cross. Keppendur og aðstandendur athugið að skráningarfrestur rennur alltaf út á þriðjudagskvöldi klukkan 21:00 fjórum dögum fyrir viðkomandi keppni. Engar undantekningar eru gerðar frá þessari reglu og engin ástæða er til að bíða fram á síðustu stundu með skráningu. Að gefnu tilefni eru foreldarar yngri keppenda beðnir að kynna sér stærðartakmarkanir keppnishjóla í reglugerð 507/2007. Keppandi þarf að hafa náð lágmarksaldri sem miðað er við í reglugerðinni og er miðað við afmælisdag.

Stjórn MSÍ.

2. júní. 2014