1. og 2. umferð Íslandsmótsins í Ískross mun fara fram laugaradaginn 15. mars á Mývatni. Aðeins þessar tvær umferðir munu gilda til Íslandsmeistara fyrir árið 2014. Lagðar verða 2 brautir og fer fyrri umferð fram fyrir hádegi og sú seinni eftir hádegi. Tilboð verður á gistingu á Sel hótel og einnig verður tilboð í Jarðböðin. Keppnisgjald er 7.500,- kr. fyrir báðar keppnirnar. Keppt er í 85cc flokki, Kvennaflokki, Unglingaflokki, Vetrardekkjaflokki og Opnum flokki. Dagskrá er að finna undir REGLUR hér á síðunni “Ísdagskrá 2014” Nagladekk með karbít endum eru eingöngu leyfð í öllum flokkum, Opinn flokkur eru sérsmíðuð skrúfudekk. Keppendur athugið hámarkslengd og fjölda á skrúfum. Keppendur með of margar skrúfur eða of langar verður vísað úr keppni. Skráning er opin til 11. mars kl: 21:00