Kári Jónsson er Íslandsmeistari í motocrossi 2013 – lokastaða Íslandsmótsins

13.9.2013

Kári Jónsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í MX Open flokki í síðustu umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem fram fór í Bolaöldu sunnudaginn 8. september. Vélhjólaíþróttaklúbburinn hélt keppnina sem var frestað til sunnudagsinsvegna veðurs.

Sigurvegarar dagsins voru Sölvi Borgar Sveinsson í Mx Open, Guðbjartur Magnússon í MX2 og Unglingaflokki. Signý Stefánsdóttir sigraði í kvennaflokkinn og bæði hún og Guðbjartur lönduðu þar þar með Íslandsmeistaratitli rétt eins og Viggó Smári Pétursson í 85 flokki.Ragna Steinunn Arnarsdóttir sigraði 85 flokk kvenna en þar varð Gyða Dögg Heiðarsdóttir Íslandsmeistari. Í flokki 40+ sigraði Gunnar Sölvason en Íslandsmeistari þar varð Haukur Þorsteinsson.

Hægt er að skoða keppnina og úrslit úr tímatöku og motoum á vef MyLaps hér

Lokastaðan í Íslandsmótinu er hér fyrir neðan:

Mx 2013 – 85 flokkur

Mx 2013 – 85 flokkur kvenna

Mx 2013 – Kvennaflokkur

Mx 2013 – Unglingaflokkur

Mx 2013 – 40+ flokkur

Mx 2013 – MX2

Mx 2013 – MX Open