4. umferð MX um Verslunarmannahelgina á Akureyri

25.7.2011

4. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross fer fram laugardaginn 30. júlí á aksturíþróttasvæði KKA við Hlíðarfjall, Akureyri. Von er á tveimur erlendum keppendum frá Kanada og Svíþjóð sem gætu fært verulega spennu í MX opinn flokkinn. Reikna má með hörkukeppni í einni bestu MX braut landsins. Keppendur munið eftir að skrá ykkur tímanlega en skráning rennur út kl: 21:00 þriðjudaginn 26. júlí. Keppendur ATHUGIÐ að skrá tímatökusenda á “mín síða” og uppfæra skráningu, það hefur talsvert borið á því að sendar eru ekki rétt skráðir, einnig þarf að passa að keppnishjól og aðrar upplýsingar á “mín síða” séu rétt uppfærðar.