Lokaumferðin í Enduro Cross fer fram í Reiðhöllinni við Víðidal laugardaginn 5. febrúar. Skráningar frestur er til þriðjudagsins 1. febrúar og líkur skráningu kl: 21:00 Keppendur ATH. muna að skrá sig tímanlega, skráningarfrestur í Íslandsmeistarakeppnir MSÍ rennur núna alltaf út á þriðjudagskvöldum kl: 21:00 vikuna fyrir keppni. Engar undanþágur eru frá þessari reglu og ekki er tekið við símtölum á elleftu stundu ef menn hafa gleymt lykilorði eða lenda í vandræðum með skráningu. VÍK er keppnishaldari í þessari keppni og klárt er að brautin á eftir að verða krefjandi og skemmtileg.