Verðlaun fyrir Íslandsmótið í MX-2 flokk voru afhent vitlaust á uppskeruhátíð MSÍ vegna villu í tímatökukerfi sambandsins. Í stigaútreikningi fyrir MX-2 flokk eru stig úr 1. umferð sem fram fór á Ólafsdirði vitlaus. Eftir leyðréttingu er lokastaða Íslandsmótsins í MX-2 flokk á þá leið að Eyþór Reynisson er Íslandsmeistari 2010 með 247 stig, Viktor Guðbergsson er í 2. sæti með 192 stig og Örn Sævar Hilmarsson er í 3. sæti með 182 stig.
Örn Sævar Hilmarsson fékk hins vegar verðlaun fyrir 2. sætið og Jónas Stefánsson fékk verðlaun fyrir 3. sætið en Jónas lauk keppni í 4. sæti í Íslandsmótinu í MX-2 flokk með 164 stig.
Keppendur eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Vill stjórn MSÍ beina þeim tilmælum til keppenda að tilkynna til stjórnar og eða tímatökumanns ef þið verðir varir við villur í kerfinu. Sú villa sem þarna kom upp er vegna þess að MX-2 flokkur er tekin út úr MX-Open flokk fyrir sér stigagjöf.
Stjórn MSÍ

