Enduro CC 3. umferð á Jaðri.

30.8.2010

Enduro CC 3. umferð á Jaðri.
Lokaumferðin í Enduro CC fer fram næsta laugardag 4. september í landi Jaðars.
Jaðar stendur við Hvítá sunnan við Gullfoss, besta leiðin er að fara þjóðveg 1 í gegnum
Selfoss og fara upp að Flúðum, haldið er áfram í gegn um Flúðir (beygt til hægri við Samkaup)
Þetta eru ca. 18km frá Flúðum þar sem beygt er að Jaðri.
Keppnisbrautin er ca. 12km. á lengd og voru um 20 manns að gera hana klára á laugardaginn,
ein brekka sem var nokkuð erfið vegna grjóts var tekin og grjóthreinsuð og er nú eins og golfvöllur,
önnur brekka sem keyrð var niður, nökkuð brött var einnig tekin vel í gegn og er brautin núna orðin
öllum hjólum vel fær. Keppnisbrautin saman stendur af hestaslóðum, móum, kjarrivöxnum túnum og
túnum. Um er að ræða skemmtilega keyrslubraut sem flestum ætti að líka. Pittsvæðið er á stóru túni
og þar ætti að fara vel um alla. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun þriðjudaginn 31. ágúst.
Skráning fer fram á www.msisport.is
Öllum keppendum stendur til boða að fara skoðunarhring á laugardagsmorgun. Þeir keppendur sem vilja
nýta sér þetta þurfa að mæta í skoðun fyrr en auglýst dagskrá segir til um, skoðun fyrir þá sem vilja
taka skoðunarhring hefst kl. 9:30. Skoðunarhringur verður farinn kl: 10:30
Spáinn fyrir laugardaginn er frábær, 17 stiga hiti og léttskýjað, keppnisflokkar eru fyrir alla, 85cc, kvenna,
+40, b flokkur, tvímenningsflokkur og meistaraflokkur.

Mótstjórn VÍK
Enduro CC Jaðri