Góðan dag MSÍ
Hér koma 3 spurningar varðandi keppnishald ársins sem mér þætti vænt um að fá svör við;
1. Verður notast við sama fyrirkomulag varðandi flaggara á motocross-keppnum sem prófað var í fyrra og reyndist vel. Þ.e.a.s. hver keppandi skaffar mann til að taka þátt í að flagga í keppninni ?
Svar MSÍ: Þetta er undir aðildarfélagi komið sem stendur að keppnishaldi hverju sinni, ég geri ráð fyrir því að VÍK reyni að nota þetta fyrirkomulag í sínum keppnum.
2. Í regl. Um akstursíþróttir og aksturskeppni er meðal annar fjallað um lágmarksaldur keppenda fyrir vélarstærð ökutækis. Þar segir eftirfarandi;
“Tvíhjóla torfærutæki með fjórgengisaflvél að slagrými”
allt að 110 rúmsentimetrar frá 6 ára aldri
allt að 125 rúmsentimetrar frá 10 ára aldri
allt að 150 rúmsentimetrar frá 12 ára aldri
allt að 250 rúmsentimetrar frá 14 ára aldri
250 rúmsentimetrar eða meira frá 15 ára aldri”
Spurning mín er hvort 14 ára keppanda er heimilt að keppa á hjóli eins og t.d. CRF 250, SX250F, RM250F YZ250F eða þarf viðkomandi að hafa náð 15 ára aldri áður en heimilt er að keppa á þessum hjólum (mér skilst að 12 ára keppanda hafi í fyrra verið meinað að keppa á CRF150 ).
Svar MSÍ: Þegar kemur að hjólastærð þarf keppandi að hafa náð tilgreindum aldri eins og um bílpróf sé að ræða, á síðasta ári kom upp mál með keppanda sem var ekki orðin 12 ára og mátti hann því ekk
keppa á 150cc 4T, hjá MSÍ er 12 ára aldurstakmark í 85cc flokk en við miðum við árganginn eins og í öll íþróttum, ráðuneytið miðar hins vegar við afmælisdag í reglugerðinni.
Öll 250 4T krosshjólin eru 249cc og þurfa því keppendur á þeim að vera orðnir 14 ára.
3. Hvaða fyrirkomulag verður á tímabilinu varðandi hljóðmælingar í keppnum. Verður þetta eins og á síðasta ári þ.e.a.s. engin eftirfylgni eða þurfa keppendur að huga að því að hafa þetta atriði í lagi samkv. keppnisreglum MSÍ.
Svar MSÍ: Reynt verður aðð framfylgja reglum MSÍ um hávaða eins og aðstæður leyfa, því miður eins og við allir vita er alltaf of fáir sem koma til starfa og hljóðmæling
þarfnast starfsmanns. Að sjálfsögðu ber keppendum að fara eftir þessu og fyrr en síðar verður farið að taka á þessum málum, það eru þó öryggismál
og keyrsla keppninnar sem gengur fyrir og á meðan við höfum ekki meiri mannskap eru þetta því miður hlutir sem sitja á hakanum.
Með von um greinargóð svör .
Svar MSÍ: Vonandi svarar þetta spurningum þínum, hafðu frekara samband ef það er eitthvað sem þér þykir óljóst.

