Tæplega 100 keppendur eru skráðir til leiks í 1. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross sem fer fram laugardaginn 5. júní við Ólafsfjörð. Mjög ánægjulegt er að sjá góða þáttöku í MX Kvennaflokki og einnig er töluverð nýliðun og góð þáttaka í 85cc flokki.
Minnum á að skráning í liðakeppni fer fram samkvæmt reglum um “keppnisreglur um liðakeppni” sem er að finna hér á síðunni undir “reglur”.
Sjáumst á Ólafsfirði hress og kát.
Dagskrá og uppfærðar keppnisreglur birtast undir “reglur” á morgun miðvikudaginn 2. júní.

