Utanvegaakstur á torfæruhjólum.

19.5.2010

Síðustu daga hefur töluverð umfjöllun verið í fréttamiðlum um utanvegaakstur á torfæruhjólum, þetta fer að verða árlegur viðburður og greinilegt að einstaklingar sem að þessari aðför standa virðast safna kröftum yfir vetrarmánuðina, safna myndum af netinu ofl. og dæla þessu svo út að vori þegar okkar tímabil er að byrja.

Sumt af því sem fjallað er um á rétt á sér og annað ekki, það er þó allveg ljóst að við akstursíþróttamenn og aðrir hjólamenn erum okkur sjálfum verstir og við verðum að að hugsa um hvað við gerum, hvert við förum og vanda okkur í umgengni við náttúruna.

MSÍ hvetur félagsmenn aðildarfélaganna að huga vel að leiðarvali, ganga ávalt um landið og náttúruna af nærgætni og sína öðru útivistarfólki virðingu.

Ökum ekki utanvega.

Stjórn MSÍ