Klaustur 6 tímar TransAtlantic off-road challenge fer fram á Hvítasunnudag við Kirkjubæjarklaustur. Þetta er í níunda skiftið sem keppnin fer fram en fyrsta keppnin fór fram á Klaustri árið 2002. Tæplega 500 keppendur eru skráðir til leiks og er þetta einn fjölmennasti íþróttaviðburður sem fram fer á Íslandi. Nokkrir erlendir keppendur taka þátt, allir frá Svíþjóð.
Keppnin hefst kl. 12 og líkur kl. 18 allar nánari upplýsingar um keppnina er að finna á www.motocross.is en það er Vélhjólaíþróttaklúbburinn VÍK sem er keppnishaldari.

