Almennar keppnisreglur MSÍ og keppnisreglur fyrir Enduro CC eru komnar inn uppfærðar hér á síðunni undir “reglur”. Einnig eru komnar inn uppfærðar reglur um liðakeppni en þar eru helstu breytingar að nú er aðeins hægt að skrá 3 keppendur saman í lið og 2 keppendur telja, að öðru leyti eru reglur um liðakeppni nánast óbreyttar. Það þarf að skrá og borga skráningargjald ekki síðar en á föstudag 7. maí. ATH. að það þarf að senda kvittun á skraning@msisport.is ásamt skráningu á liði, öll nöfn og keppnisnúmer. ATH. að þær reglur sem hafa verið birtar gætu tekið smávægilegum breytingum á næstunni þar sem ekki hefur unnist tími til að laga númer á greinum ofl.