1. umferð Íslandsmótsins í Enduro Cross-Country fer fram laugardaginn 8. maí í Jósepsdal. Jósepsdalur er við Bolaöldu, akstursíþróttasvæði VÍK sem flestum er kunnugt um. Ekki hefur verið haldin keppni áður í Jósepsdalnum en svæðið bíður upp á mjög skemmtilega braut og verður B brautin létt og fær öllum keppendum á 85cc – 650cc hjólum. A brautin verður sú sama og B brautin en það verða smávægilegar viðbætur með heldur meira krefjandi þrautum.
Íslandsmótið í Enduro tekur breytingum frá fyrri árum en lagt verður upp með brauti sem verða ekki með ílla færum torfærum líkt og hefur tíðkast síðustu ár og keppnishaldið færist meira í átt að svokölluðu Cross-Country. Í sumar verða 3 umferðir til Íslandsmeistara og helsta breytingin er sú að aðeins verður ekin ein umferð á keppnisdag. Meistarflokkur og Tvímenningur aka í2,5 klst. (150 mín) en Baldursdeild ekur í 85 mín. B brautirnar verða öllum keppendum færar og verður vonandi að við sjáum keppendur á 85cc hjólum og konurnar mæta þar sem brautirnar eiga að vera vel færar. Skráning mun hefjast á laugardaginn og standa til miðnættis á miðvikudaginn 5. maí.
Keppndum er bentá að skrá sig tímanlega og þeir sem eiga eftir aðfá keppnisnúmer þurfa að byrja skráningarferlið ekki síðar en mánudaginn 3. maí.
Uppfærðar reglur MSÍ um Íslandsmótið í Enduro Cross-Country verða birtar hér á msisport.is um helgina ásamt keppnisdagskrá.
Helstu nýjungar:
Enduro Cross-Country / ECC
Almenn atriði:
1.1. Íslandsmótið í ECC saman stendur af 3 keppnum eða fleiri.
1.2. Keyrðir eru 3 flokkar, B flokkur, Meistaraflokkur og Tvímenningur.
1.3. Til þess að flokkur eða undirflokkur teljist löglegur þarf minnst 5 keppendur í viðkomandi flokk.
Flokkaskipting:
2. B flokkur keppnishjól og aksturstími:
2.1. ECC-B flokkur: Aksturstími 1x 75 mín.
2.2. Undirflokkar: B flokkur (122-650cc)
2.3. 85cc (85cc 2T / 150 4T / felgur 19” framan, 16” aftan)
2.4. Kvennaflokkur (85-650cc), 40+ flokkur (122-650cc)
3. Meistara flokkur keppnishjól og aksturstími:
3.1 Meistaraflokkur: Aksturstími 1x 150 mín.
3.2 Undirflokkar: ECC-1 (251-650cc 2T / 4T)
3.3 ECC-2 (122-250cc 2T / 4T)
4. Tvímenningur keppnishjól og aksturstími:
4.1 Tvímenningur: Aksturstími 1x 149 mín.
4.2 Tvímenningsflokkur (122-650cc 2T / 4T)
4.3 Keppendur sem hafa lokið í 10 efstu sætunum í Íslandsmeistaramótinu í MX-Open, MX-2 eða Enduro Meistaraflokk árinu á undan og eða 5 efstu sætunum í Íslandsmeistaramótinu í MX-Unglingaflokk geta ekki tekið þátt í ECC-Tvímenning.
Keppendur í Tvímenning meiga ekki aka meira en 2 hringi í einu.
Stjórn MSÍ

