Lokaumferðin í Snocross 2010 fer fram 1. maí við Mývatn
Vegna þess að fyrstu umferðinni á Snocross tímabilinu 2010
var aflýst í febrúar á Akureyri hefur verið ákveðið að
setja inn aukamót til að klára tímabilið.
Ákveðið hefur verið að halda 3. umferðina og þá síðustu á
Snocross tímabilinu 2010 þann 1. maí í Kröflu við Mývatn.
Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar mun sjá um mótshaldið og
vegna annarra atburða í sveitinni hefst mótið frekar snemma og
verður því búið fyrr.
Æfingar munu því byrja klukkan 09.00
og keppni hefst klukkan 10.00.
Aðgangseyrir verður krónur 1000.
Vonumst til að sjá sem flesta mæta í sveitina og keppa eða fylgjast
með síðustu Snocross keppni ársins 2010.

