Mývatnshátíð um næstu helgi laugardaginn 20. mars

15.3.2010

Laugardaginn 20. mars fer fram vélsleðahátíðin á Mývatni sem er árlegur viðburður. 1. umferð Íslandsmótsins í Sno-Cross og 3. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross fer fram á laugardeginum. Skráning er opin hér á msisport.is og verður opin til miðnættis á miðvikudaginn 17. mars.

Þetta er glæsileg hátíð sem engin akstursíþróttamaður ætti að missa af, gestrisni heimamanna, góð gisting og matur og Jarðböðin skemma ekki fyrir frábærri stemmingu sem ríkir þessa helgi.