2. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross fer fram í Reykjavík

16.2.2010

2. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross fer fram á Leirtjörn v/ Úlfarsfell í Reykjavík laugardaginn 20. febrúar. Skráning verður opin til miðnættis á fimmtudaginn 18. febrúar.

Allur akstur á Leirtjörn er bannaður fram að keppni. Á keppnisdag eru allir áhorfendur og keppendur sem ekki eru í akstri hvattir til að halda sig utan ísins. Eingöngu starfsmenn og keppendur meiga vera inná ísnum á meðan keppni fer fram. Mjög góð aðstaða er fyrir áhorfendur við suð-vestur enda tjarnarinnar þar sem sést yfir alla tjörnina. Góð bílastæði eru við vestan endan og er áhorfendum bent á það svæði. Keppendur og áhorfendur eru beðnir um að leggja ekki bílum sínum þannig að þeir trufli aðra umferð um svæðið. Nánari dagskrá verður birt hér á vefnum á fimmtudag.