Það er klárt ! Klaustur Off-Road Challenge 6 tímar
7.2.2010
Í dag sunnudaginn 7. febrúar fór könnunar hópur á Klaustur til þess að skoða keppnissvæði fyrir 6 tíma keppni. Afrakstur dagsins var sá að nýtt land hefur fengist fyrir Klaustur Off-Raod Challenge 6 tíma keppnina sem haldin verður á Hvítasunnudag 23. maí. Svæðið er eitt það flottasta sem sést hefur fyrir keppnishald, graslendi, hólar, gil og leirsandur sem er allgjörlega grjótlaus. Skráning mun opna að miðnætti 1. mars og verða fyrstir til að skrá sig fremstir á ráslínu. Nánari fréttir síðar en dagurinn og svæðið er klárt.