1. umferðin í Íslandsmótaröð MSÍ í Ís-Cross fer fram laugardaginn 30. janúar. Keppnisstaður fyrir 1. umferð verður Ólafsfjörður en ef veðurguðirnar verða okkur hagstæðir verður keppnin færð á Mývatn þar sem er mjög góður og traustur ís.
Skráning hefur verið opnuð hér á síðunni og stendur til miðnættis á þriðjudagskvöld samkvæmt venju. Engar skráningar eru heimilar eftir það og er keppendum bent á að skrá sig tímanlega.

