Laugardaginn 5. desember fer fram Enduro X í Reiðhöllinni Víðidal. Dagskráin hefst kl: 12:00 með undanrásum og keppnin sjálf kl: 14:00 Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi sem svona keppni er haldin og eru 32 bestu mótorhjólakappar landsins skráðir til leiks. 8 keppendur munu keppa í einu í hverju “moto” og eftir 12 “moto” munu 6 bestu halda áfram í “Loka úrslit” 7 til 14 sæti fer í “Síðasti séns” og munu 2 bestu úr þeim riðli komast í ´”Loka Úrslit” Þetta er eitthvað sem engin má missa af. Meðal keppanda verða Íslandsmeistarinn í Enduro, Kári Jónsson, Íslandsmeistarinn í Moto-Cross, Aron Ómarsson og einnig topp ökumennirnir Gulli #111, Valdi #270, Bjöggi #42, Ásgeir #277, Strákúst #299, Atli #669, Pétur #35, Árni #100, Hjalli #39, Binson #434, Haukur #10, Sölvi #123, Painterinn #15, Gunni Sölva #14, og gamla tuggan Viggó legend Viggósson #2 ásamt fjölda annara ofurhuga. Það er engin afsökun, gleyma jólaskreytingunum og smákökubakstrinum og mæta á þessa frábæru skemmtun sem VÍK stendur fyrir í samtarfi við Nítró / N1.

