Formannfundur og Þing MSÍ samþykkti einróma eftirfarandi breytingar á keppnisfyrirkomulagi í Moto-Cross og Enduro fyrir keppnistímabilið 2010. Eftirfarandi eru breytingar sem munu taka gildi um áramótin þegar fullkláraðar keppnisreglur munu liggja fyrir frá keppnisnefnd.
Moto-Cross, boðaðar helstu breytingar. Keppt verður í 2x Moto í öllum flokkum í Íslandsmeistaramótum 2010. Hámarks vélastærð í MX2 og Unglingaflokk verður 250 cc. 2T og 4T (þetta er fyrirkomlag sem tekið var upp í AMA series 2007). að öðru leyti gildir reglugerð 507/2007 um lágmarksaldur til þess að stjórna keppnishjóli. Veitt verða verðlaun í 85cc flokki fyrir 3 efstu eins og verið hefur og að auki fyrir 3 efstu á aldrinum 12-13 ára. Veitt verða verðlaun í Unglingaflokki fyrir 3 efstu líkt og verið hefur og að auki fyrir 3 efstu 14-15 ára. Verðlaun fyrir 85cc 2T og 125cc 2T sem veitt hafa verið falla niður. Haldnar verða 5 keppnir sem gilda allar til Íslandsmeistara. Líklegt er að keppendur komi að flöggun á keppnisstað eftir nánari útfærslu og ákvörðun nefndarinnar.
Enduro, nafninu verður breytt í”X-Country Þolakstur” haldin verða 3 Íslandsmeistaramót. Meistarflokkur verður skipt í XC1 og XC2 (lítill og stór hjól),ekki er enn ákveðið hvar sú skipting liggur. Aksturstími 1x 150 mín. (ekki endanleg útfærsla) Keppt verður í tvímenning líkt og verið hefur, hugsanleg takmörk á getu ökumanna, aldurskiptingu og eða fjölda hringja sem hver keyrir í einu. B flokkur, allar vélastærðir, keppt í +40, kvenna og 85cc ef næg þáttaka fæst. Aksturstími 1x 75 mín. (ekki endanleg útfærsla). Við brautarlagningu verður tekið mið af reglum í USA, allar brautir vel færar öllum hjólum.
Þetta eru helstu punktar frá því samþykkt var og kemur keppnisnefnd MSÍ til með að koma með endanlegar útfærslur fyrir stjórn MSÍ, miðað er við að þetta verði birt á msisport.is ekki seinna en 5. janúar 2010
Hvað varðar keppnishald í “hard” Enduro þá er að sjálfsögðu allt opið með það og geta aðildarfélög sett upp mótaraðir eða einstök bikarmót eftir sínu höfði.
Stjórn MSÍ

