Uppskeruhátíð MSÍ lokið / Ragnar Ingi heiðursfélagi MSÍ

16.11.2009

Stórglæsileg Uppskeruhátíð MSÍ fór fram laugardagskvöldið 14. nóvember á veitingastaðnum Rúbín v/Öskjuhlíð. Uppselt var á hátíðina en salurinn tók 180 manns í sæti. Sjaldan hafa akstursíþróttamenn og konur skemmt sér betur en Magnús Þór Sveinsson fór langt fram úr sjálfum sér með gerð hins fræga MX-TV þætti sem sýndur var sem aðal skemmtiatriði kvöldsins þannig að salurinn stóð gjörsamlega á öndinni af hlátri.

Fyrr um daginn fór fram formannafundur aðildarfélaga MSÍ ásamt Þingi MSÍ en þar var einróma samþykkt tillaga stjónar um að gera Ragnar Inga Stefánsson #0 að heiðursfélaga MSÍ fyrir 30 ára glæsilegan keppnisferil og var Ragnar Ingi hylltur svo undirtók er hann tók við viðurkenningunni á Uppskeruhátíðinni.

Bjarki Sigurðsson og Bryndís Einarsdóttir voru valin akstursíþróttamenn ársins hjá MSÍ, Ingvi Björn Birgisson nýliði ársins í Enduro og Guðbjartur Magnússon nýliði ársins í Moto-Cross.

Eins og fyrr sagði átti Magnús Þór veg og vanda að uppskeruhátíðinni en þessi glæsilega hátíð hefði ekki farið fram nema með hjálp margra, Helga og Bína sáu um skreytingar og borðaskipan, Stefanía og Andrea um borðskreytingar, Biggi og Sverrir um myndir ofl. ásamt Þorra sem hjálpaði til við video, Jonni sá um video frá Sno-Cross og Ískross og svo allir hinir sem lögðu hönd á plóginn. Veislustjóri var Karl Örvarsson sem sló heldur betur í gegn og hljómsveitin Vítamín kláraði svo dæmið með dúndur rokk og róli. Starfsfólk Rúbín á þakkir fyrir góðan mat og þjónustu.

Sjáumst að ári laugardaginn 13, nóvember á Uppskeruhátíð MSÍ 2010

kveðja góð, stjórn MSÍ