Aðalþing MSÍ fer fram laugardaginn 14. nóvember í Íþróttamiðstöðinni Laugardal og hefst kl: 11:00
Formenn aðildarfélaga MSÍ eru vinsamlega beðnir að kynna sér lög sambandsins og senda inn beiðnir um þingmál sem þeir vilja að tekin verða fyrir á þinginu. Einnig er óskað eftir framboðum til stjórnar, varastjórnar og til nefndarsetu.
Uppskeruhátíð MSÍ fer fram sama dag og hefst dagskráin kl: 19:00 í Rúbín Öskjuhlíð, uppskeruhátíðin verður auglýst nánar næstu daga en um glæsilega dagskrá er að ræða með borðhaldi og dansleik. Þar verða veittir Íslandsmeistaratitlar ársins 2009.
Reykjavík 12. október 2009
Stjórn MSÍ.

