Síðasta umferðin í Enduro á Akureyri

1.9.2009

Laugardaginn 5. september fer fram lokaumferðin í Enduro Íslandsmótaröð MSÍ á akstursíþróttasvæði KKA við Hlíðarfjall. Skráningu líkur á miðnætti þriðjudaginn 1. september.

Samkvæmt upplýsingum að norðan verður brautin léttari en í síðustu keppni og þá sérstaklega fyrir B flokkinn. Keppendum er bent á dagskrá fyrir Enduro sem er að finna undir “Reglur”.

Nú er bara að klára sumarið með stæl og skrá sig.