Landsliðseinvaldurinn Stefán Gunnarsson hefur valið landslið Íslands í samráði við stjórn MSÍ til þáttöku á Moto-Cross of Nations sem fer fram á Ítalíu dagana 3. og 4. október.
Eftirfarandi ökumenn keppa fyrir Íslands hönd á MX of Nations 2009:
Aron Ómarsson #66 á Kawasaki 450 KX-F mun keppa í MX-1 flokki með númerið 88, Viktor Guðbergsson #84 á Suzuki 250 RM-Zmun keppa í MX-2 flokki með númerið 89 og Gunnlaugur Karlsson #111 á KTM 505 SX-F mun keppa í MX-Open flokki.
Næstu vikur munu fara í undirbúning landsliðsins fyrir keppnina en MSÍ mun styrkja liðið til keppni líkt og undanfarin ár. Mikil kostnaður fellur til við keppnisferðalagið og mun liðið leyta eftir styrktaraðilum til fararinnar. Þeir sem vilja leggja liðinu til styrki eða hjálp við undirbúningin er bent á að hafa samband við Stefán Gunnarsson landsliðseinvald.
Stjórn MSÍ

