3. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross fór fram á akstursíþróttasvæði VÍK á Álfsnesi laugardaginn 25.07.
Um 90 keppendur voru skráðir og var hörkubarátta í flestum flokkum. 85cc kvennaflokkurinn hefur þó verið frekar daufur þetta árið en aðeins 3 stúlkur voru skráðar, einnig var B flokkurinn með fáa keppendur sem og MX-2 flokkur. Hörkubarátta og góð mæting var í 85cc flokk og unglingaflokk.
MX-Open var hörkuspennandi og miklar sviptingar fyrir utan 1. sætið sem Aron Ómarsson hefur haft útaf fyrir sig þetta árið með hreint frábærum akstri. Gunnlaugur Karlsson veitti honum þó harða keppni í 1. moto dagsins en aðeins 0,5 sek. skildi þá af. Kári Jónsson kom sterkur inn og endaði daginn annar en Einar Sigurðarson endaði þriðji.
Það voru einnig hörkusprettir sem Ásgeir Elíasson og Eyþór Reynisson sýndu á köflum en öruggur og yfirvegaður akstur Viktors Guðbergssonar skilaði honum sigri í MX-2 flokk og 4 sæti í MX-Open.
Öll úrslit er að finna hér á www.msisport.is undir “úrslit og staða”
4. umferð Íslandsmótsins í MX fer fram á akstursíþróttasvæði VÍR við Sólbrekku (Grindavík) laugardaginn 8. ágúst. Skráning er opin hér á vefnum en henni líkur að miðnætti 4. ágúst.

