Fyrsta umferð Íslandsmóts MSÍ í Moto-Cross sem fram fór á Akureyri verður sýnd í Sjónvarpinu (RÚV) á laugardaginn 11.07. kl. 15:15 og endurtekin á sunnudaginn 12.07. kl. 13:50 og fyrir þá sem eru ekki við sjónvarp um helgina þá verður hann svo endursýndur á miðvikudaginn 15.07. kl. 00:15.
Það er kvikmyndafyrirtækið KUKL (Þorvarður Björgúlfsson fyrrverandi Íslandsmeistari í MX) ásamt Magnúsi Þór Sveinssyni (fyrrverandi formaður VÍK) sem eiga veg og vanda að framleiðslu þessara þátta en alls verða sýndir 5 MX þættir í sumar í Sjónvarpinu (RÚV). Magnús fær einnig aðstoð við kynningar í þáttunum frá Reyni Jónssyni sem einnig er fyrrverandi Íslandsmeistari í MX. Sannkallað Moto-Cross landslið þarna á ferð.
Þáttagerðin er kostuð af MSÍ, Snæland Video og versluninni Púkinn.

