Laugardaginn 4. júlí fór fram 2. umferðin í Íslandsmótaröð MSÍ í Moto-Cross á akstursíþróttasvæði VÍK við Bolaöldu. Tæplega 90 keppendur mættu til leiks og fór keppninn fram við frábærara aðstæður. Rigning nóttina fyrir keppni gerðin jarðveginn fulkominn, rétt rakastig brautarinnar gerði þessa keppni eina þá bestu sem haldin hefur verið að mati margra keppenda. Hörkubarátta var í MX-Open flokknum og mátti Aron Ómarsson hafa fyrir glæsilegum sigri en hann hlaut fullt hús stiga, á eftir honum komu svo Gunnlaugur Karlsson sem varð annar og Einar Sigurðarson sem endaði þriðji. Öll nánari úrslit er að finna hér á vefnum og flottar myndir er að finna á www.motosport.is
3. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross fer fram 25.júlí á akstursíþróttasvæði VÍK við Álfsnes og skráning er opin hér á vefnum.

