3. & 4. umferð Enduro, Akureyri.

7.6.2009

Laugardaginn 13. júní fer fram 3. & 4. umferð Íslandsmótsins í Enduro á akstursíþróttasvæði KKA á Akureyri. Allveg nýtt svæði verður notað fyrir þessa keppni en KKA hefur fengið úthlutað stærra svæði ofan við MX brautina. Skráningarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 9. júní og gott er að skrá sig tímanlega.

B flokks hringurinn verður fær öllum hjólum og verður keppt í undirflokkum fyrir 85cc, kvenna og +40 þannig að allir ættu að finna flokk fyrir sig.

Reikna má með að auka “slaufur” verði teknar út úr B hringnum fyrir Meistaraflokkinn (Tvímenning) og verði þær krefjandi og skemmtilegar að hætti norðanmanna.

Veðurspáinn er frábær fyrir keppnisdaginn og engin ástæða til annars en að skrá sig og mæta með góða skapið.