1. umferð í Íslandsmótaröð MSÍ í Moto-Cross fer fram sunnudaginn 31.05. á Akureyri. KKA er keppnishaldari í þessu fyrst MX móti sumarsins og fer keppnin fram á akstursíþróttasvæði félagsins v/Hlíðarfjall. Rétt er að minna keppendur á að skráningu líkur að miðnætti þriðjudaginn 26.05. Öll skráning fer fram hér á www.msisport.is Nýjir keppendur þurfa að gefa sér góðan tíma og skrá sig tímalega, ATH að undir “tilkynningar” hér á síðunni er að finna leiðbeiningar fyrir þá sem eru að skrá sig í fyrsta skipti.
Keppendur athugið að nú er farið að hávaðamæla keppnishjól í skoðun og miðað er við 98dB hámark. Nánari keppnisdagskrá mun birtast hér á næstu dögum.
Brautin á Akureyri verður opin til næsta laugardags fyrir þá sem vilja æfa sig. Nánari upplýsingar um opnunartíma brautarinnar er að finna á www.kka.is

