Góð skráning í 1.&2. umferðina í Enduro

12.5.2009

Það lítur út fyrir góða mætingu og frábært veður í Bolaöldu þegar að 1. & 2. umferð Íslandsmóts MSÍ í Enduro fer þar fram á laugardaginn 16.05. á akstursíþróttasvæði Vélhjólaíþróttaklúbbsins VÍK sem er keppnishaldari.

Keppendur athugið að Enduro reglur 2008 eru í fullu gildi, nýbreytni ársins 2009 er að nú ræsir Meistaraflokkur á undan Baldursdeild að morgni. Einnig verða keyrðir sérflokkar í B-85cc, B-Kvenna og B-40+ flokkum en þar er þegar orðin næg þátttaka til þess að þeir verði keyrðir til verðlauna.

Á laugardagsmorgun við skoðun keppnistækja mun fara fram hávaðamæling á keppnistækjum en mörkin eru dregin við 98dB. Þessu kemur til með að verða fylgt eftir á keppnistímabilinu 2009