Keppendur í Enduro ATH !

12.5.2009

Tímatökusendar eru leigðir í versluninni Nítró og þurfa keppendur sem ekki eiga AMB tímatökusendir að snúa sér til þeirra varðandi leigu sendis.

Nýir keppendur og eldri keppendur ATH. kynnið ykkur reglur MSÍ “Enduro reglur 2008” vel og rækilega, gott er að prenta þær út og hafa í bílnum á keppnisstað. Kynnið ykkur vel allar tímasetningar, berið virðingu fyrir starfsmönnum og sýnið þeim kurteisi sem og öðrum keppendum. Við erum öll í þessu til þess að hafa gaman af.

Hávaðameingun frá mótorhjólum er eitthvað sem við þurfum öll að hafa áhyggjur af, þetta er hvimleiður fjandi en í reglum MSÍ kveður á um að hávaðamörk skulu miðuð við 98dB. Í keppnum ársins munu keppnistæki verða hávaða mæld og meiga keppendur sem fara fram úr þeim mörkum búast við áminningu og jafnvel brottrekstri úr keppni ef um um ítrekað brot er að ræða.